Bleikur dagur 2023

Í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar var boðið uppá fjölbreyttar bleikar stöðvar (myndir í albúmi) þann 19.október. T.d. var perlað með bleikum perlum, litað bleiku slaufuna, bleik vinaarmbönd föndruð og nemendur naglalökkuðu hvern annan með bleiku naglalakki. 

Í morgun á Bleika deginum mætti mikill meirihluti í einhverju bleiku og var boðið uppá bleika andlitsmálingu og bleika þræði í t.d. fléttur og endaði skóladagur á just dance.