Ánægja af lestri

Í nemendahluta Skólapúlsins í október kom fram að við erum aðeins undir landsmeðtaltali varðandi ánægju af lestri. Í kjölfarið var farið í úrbótavinnu og hluti hennar var að fá hugmyndir frá starfsfólki, nemendum og skólaráði.

Margar góðar hugmyndir komu fram og m.a. sú  að koma á reglulegum yndislestri í öllum bekkjum með markvissari hætti. Önnur hugmynd sem fram kom var að skólastjóri myndi gefa merki og þá ættu allir nemendur og starfsfólk skólans að taka sér bók í hönd og hefja lestur í 20 mínútur. Þau mættu fara hvert sem þau vildu um skólann og lesa sér til yndisauka.

Undanfarnar þrjár vikur höfum við prófað þessa hugmynd og höfum útfært hana þannig að skólastjóri spilar þjóðsönginn til merkis um það að kominn sé tími á yndislestur. Hér má sjá myndir frá yndislestri dagsins. Það er von okkar að þetta verði fastur liður í skólastarfinu einu sinni í viku framvegis og verði til þess að auka ánægju allra af lestri.