Áhugi á lestri

Í gær las Gunnar Helgason rithöfundur úr nýju bókinni sinni, sem kemur út í maí, fyrir alla nemendur skólans. Upplesturinn fór fram í gegnum Teams.

Bókin sem um ræðir heitir Bella Gella krossari og er 7. bókin í seríunni um Stellu, mömmu klikk og pabba prófessor. Bella er á krossgötum í lífinu og Stella heldur að aðeins hún geti hjálpað henni. En í raun er það Bella sem hjálpar Stellu þegar hún lendir í gríðarlegum vandræðum með Þór, geltara og mótorhjól. 

Upplesturinn er hluti af úrbótaáætlun skólans þar sem unnið er markvisst að því að auka áhuga nemenda á lestri. Von er á fleiri viðburðum af þessu tagi á næstu vikum. 

Nemendur í 8. - 10. bekk hlustuðu með miklum áhuga.