100 ára fullveldisafmæli Íslands

Allir í hátíðarskapi.
Allir í hátíðarskapi.

Í dag héldum við uppá 100 ára afmæli fullveldisins í skólanum.

Allir nemendur horfðu í vikunni á þetta myndband sem stiklar á stóru hvað varðar sjálfstæðisbaráttunna.

Salurinn var skreyttur með fánum, kertaljósum og staðreyndum úr Íslandssögunni. Lambakjöt og flott meðlæti var á boðstólum og ís á eftir með súkkulaðisósu. 

Svo sungum við þjóðsönginn og nokkur fleiri lög til viðbótar. Að því búnu slógum við upp balli, skottís og fleiri gamlir og góðir dansar voru rifjaðir upp. Við enduðum á marseringu og sjá má á myndunum að það var mjög gaman.

Takk fyrir frábæran dag nemendur GF.