Skólasel

Í lögum nr. 33 a um grunnskóla nr. 91/2008 um frístundaheimili segir orðrétt: 

„Öllum börnum í yngri árgöngum grunnskóla skal gefinn kostur á þjónustu frístundaheimila. Frístundaheimili er frístundavettvangur barna með áherslu á val barna, frjálsan leik og fjölbreytileika í viðfangsefnum og umhverfi. Við skipulag þjónustu frístundaheimila skal tekið mið af þörfum, þroska og áhuga hvers og eins".

Gjaldskrá Skólasels

 Umsókn um vist eða breyttan vistunartíma.

Ef um uppsögn á vistun í Skólaseli er að ræða er nægilegt að senda tölvupóst á fask@skolar.fjardabyggd.is. 

  • Skólasel er starfrækt við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar á kennsludögum.
  • Boðið er upp á vistun í skólaseli eftir að skóladegi lýkur kl. 13:10 til 16:00 fyrir börn í 1. – 4. bekk.
  • Sótt er skriflega um vistun hjá skólaritara eða umsjónarmanni og breytingar þarf að tilkynna skriflega til ritara/umsjónarmanns ekki síðar en 20. hvers mánaðar. Breytingar taka gildi fyrsta virka dag næsta mánaðar  á eftir. Vistunartími skal vera hinn sami innan hvers mánaðar.
  • Ef barn má eða á að fara úr skólaseli áður en vistunartíma lýkur þarf að láta forstöðumann og/eða ritara vita.
  • Börnin fara eftir umgengnisreglum skólaselsins, sem þau setja í samráði við umsjónarmann.
  • Klukkustundin í vistun kostar 357 kr.

Símanúmer skólasels er 841-2301.

FRÍSTUNDAHEIMILI

Frístundaheimili Fjarðabyggðar bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 til 9 ára barna lýkur. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnunum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Frístundaheimilin eru opin eftir að skóladegi lýkur til kl. 16:00 alla daga. Á starfsdögum eru frístundaheimilin opin frá kl. 8:00 nema annað sé tekið fram. Frístundaheimilin eru lokuð í vetrar-, jóla-, páska- og sumarfríum grunnskólanna. Öllum 6 - 9 ára börnum býðst frístundaheimili, sem eru í grunnskólum Fjarðabyggðar. Börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang að dvöl á frístundaheimilum. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn frístundaheimilanna.

Umsóknarferli
Forráðamenn innrita börn sín í maí mánuði fyrir næsta skólaár. Breytingar frá því að umsókn er skilað skal tilkynna viðkomandi forstöðumanni. Staðfesting á innritun berst til foreldra í byrjun ágúst. Forstöðumaður viðkomandi frístundaheimilis vinnur úr og metur umsóknir. Þegar umsókn hefur verið samþykkt er gerður dvalarsamningur. Upplýsingar um niðurstöðuna eru sendar til umsækjanda með tölvupósti. Umsóknareyðublöð má nálgast hér á vef Fjarðabyggðar, í þjónustugáttum bókasafna eða á bæjarskrifstofu.

Forstöðumaður skólasels er Tania Li Mellado. Með henni starfa Arnar Freyr Pétursson og Anabel Colina. 

Lengri útgáfu um reglur um frístundaheimili í Fjarðabyggð má finna hér. 

SKÓLSEL - REGLURNAR OKKAR

REGLURNAR OKKAR Í SKÓLASELINU

  •     VIÐ ERUM VINIR
  •     VIÐ ERUM GÓÐ HVERT VIÐ ANNAÐ
  •     VIÐ ERUM KURTEIS
  •     VIÐ SKILJUM EKKI ÚTUNDAN
  •     VIÐ LEIKUM OKKUR MEÐ DÓTIÐ OG TÖKUM TIL EFTIR OKKUR
  •     VIÐ LÖBBUM Á GANGINUM
  •     VIÐ HENGJUM UPP YFIRHAFNIR OG SETJUM SKÓNA Í HILLURNAR
  •     VIÐ NOTUM INNIRÖDDINA OKKAR