HeimilsfrŠ­i 2012-2013

HeimilisfrŠ­i vor 2013 S˙kkula­ikaka - kladdakaka 100 gr olÝa (brß­i­ smj÷r)2 Ż dl sykur 2 egg 1 Ż dl hveiti 4 msk kakˇ 2 tsk vanillusykur Ż tsk

HeimilisfrŠ­i - uppskriftir 2012-2013

Heimilisfræði vor 2013

Súkkulaðikaka - kladdakaka

100 gr olía (bráðið smjör)
2 ½ dl sykur
2 egg
1 ½ dl hveiti
4 msk kakó
2 tsk vanillusykur
½ tsk lyftiduft
salt

Allt sett saman í skál og hrært lauslega.
Bakað í 25 mín við 175°C.
Mjög góð með ís.


DÖÐLUBRAUР 

Ofnhiti 170 °C / blástur.

3 1/4 dl hveiti
2 dl púðursykur
1 tsk matarsódi
2 1/2 dl döðlur
1 msk brætt smjörlíki/olía
2 1/2 dl vatn
2 egg

Aðferð

1.   Saxið döðlurnar gróft og setjið þær í lítinn pott ásamt vatninu.
2.   Stillið á meðalhita undir pottinum. Ekki nota lok á pottinn.
3.   Látið suðuna koma upp.
4.   Hrærið vel í og takið af hitanum.
5.   Kælið í 12 mínútur.
6.   Bætið smjörlíki/olíu í pottinn.
7.   Mælið hveiti, púðursykur og matarsóda í skál.
8.   Hellið döðlunum og vatninu úr pottinum í skálina og bætið eggjunum við, munið að brjóta eggin fyrst í bolla.
9.   Þeytið með rafmagnsþeytara. Fyrst á lægsta hraða til að blanda saman og svo örstutta stund á hæsta hraða.
10. Skiptið í tvö aflöng meðalstór kökuform.
11. Bakið í miðjum ofni í 30–35 mínútur.
12. Berið brauðið fram volgt með smjöri og jafnvel osti.


Doritoskjúklingur

1 ½ - 2 kjúklingabringur (fer eftir stærð)
½ poki Doritos
½ krukka salsasósa
1 ¼ dl rjómi

Rifinn ostur

 1. Blandið saman rjóma og salsasósu í skál.
 2. Myljið ¼ poka af Doritos í botninn á eldföstu móti.
 3. Skerið bringurnar í litla bita og steikið á pönnu, dreifið bitunum yfir Doritosið í eldfasta mótinu.
 4.  Myljið hinn helminginn af doritosinu yfir og hellið síðan sósunni yfir.
 5. Setjið rifinn ost yfir og bakið í ofni í 20-30 mín.

Bounty kúlur
2 dl kókosmjöl
1-1 og 1/2 dl flórsykur
1 msk mjúkt smjör
1/2 eggjahvíta
1 msk rjómi
súkkulaði til að hjúpa

Aðferð

Blandið þurrefnunum saman. Bætið smjöri, eggjahvítu og rjóma saman við. Hnoðið.
Mótið litlar kúlur og setjið á plötu í fyrsti. Bræðið súkkulaðið og hjúpið kúlurnar til hálfs.


Súkkulaðimöffins 

125 grömm mjúkt smjör/smjörlíki
125 grömm sykur
2 egg
2 matskeiðar mjólk
100 grömm hveiti
1 teskeið lyftiduft
2 matskeiðar kakó

Hitið ofninn í 190 gráður.
Þeytið saman smjör og sykur þar til það er létt og loftkennt.
Bætið við eggjum og þeytið vel.
Bætið við mjólk og að lokum hveiti, kakó og lyftiduft út í.
Bökunartíminn fer eftir stærð formanna, venjuleg stærð 12-15 mínútur. Minni formin 10-12 mínútur.


Kúskús með kjúklingi

1og 1/2 dl vatn
1 msk matarolía
1/2 grænmetisteningur
75 g kúskús

Komið upp suðunni á vatninu og setjið olíu og tening út í.
Slökkvið undir pottinum.
Setjið kúskúsið út í vatnið og látið bíða í minnst fimm mínútur. Hafið lok á pottinum.


1/2 skinnlaus og beinlaus kjúklingabringa skorin í litla bita.
Nokkrir sveppir, skornir í sneiðar.
1/4 laukur, saxaður smátt.
1 hvítlauksgeiri pressaður eða saxaður.
Örlítið af nýmöluðum pipar.
1 og 1/2 msk matarolía.
Örlítið salt eða kjúklingakraftur.
1/2 dl vatn.
1/2 paprika, rauð er fallegust.
2–3 msk maískorn.

Aðferð

1. Kjúklingabringan þerruð og skorin smátt.
2. Laukur, paprikka, sveppir og hvítlaukur hreinsað og saxað niður.
3. Olían hituð á pönnu og kjúklingabitar, laukur, sveppir og hvítlaukur steikt í 3–4 mínútur. Hitinn lækkaður.
4. Þá er 1/2 dl af vatni hellt á pönnuna, lok sett yfir og látið krauma í nokkrar mínútur.
5. Kúskúsgrjónunum og maískornunum er nú blandað saman við kjúklinginn á pönnunni. Látið krauma í 1–2 mínútur. Bragðbætt ef þarf.


Ávaxtasalat

2 bananar
2 epli
1 appelsínur
vínber (eða það sem ykkur þykir best)

Bananar, epli og appelsínur skornar í bita.
Vínberir skorin í tvennt og steinhreinsuð.
Allt sett í skál og blandað vel.

Eggjarjómi

2 eggjarauður
2 matsk. flórsykur
1 tsk. vanilludropar
2,5 dl/1 peli rjómi

Rjóminn þeyttur og geymdur inn í ísskáp.
Eggjarauðurnar, flórsykurinn og vanilludroparnir þeytt saman.


Rúgbrauð

6 bollar rúgmjöl
3 bollar heilhveiti
1 bolli púðusykur
1 bolli mjólk
1 ferna súrmjólk
500 gr sýróp
5 tsk. matarsódi
2 tsk salt

Bakað í fjórum eins líters fernum í sjö og hálfa klst við 100°C


Heimilisfræði nóvember 2012

Bakstur fyrir Jólakvöldið þann 6. desember

Doppukökur (hnoðað)

3 bollar hveiti
1 bolli púðursykur
1 bolli sykur
1 bolli kókosmjöl
220 gr smjörlíki
1 tsk salt
1 tsk natron
2 egg


Mömmukökur (hnoðað)

8 bollar hveiti
1 ½ bolli sykur
2 bollar sýróp
1 ½ bolli smjörlíki
2 egg
2 tsk natron
4 tsk engifer
smá salt

Á milli er sett smjörkrem.


Engiferkökur

250 gr hveiti
250 gr púðursykur
125 gr smjörlíki
1 egg
½ tsk lyftiduft
½ tsk natron
1 tsk engifer
½ negull
½ kanill

Búnar til kúlur og þrýst ofan á með gaffli.


Gulla Marmari

325 g Smjörlíki
200 g Flórsykur
1 Egg
450 g Hveiti
1 tsk. Vanilludropar
3 tsk. Kakó í helminginn af deiginu

Setjið allt hráefni saman í hræriskálina og vinnið rólega saman. Takið helming af deiginu og blandið kakó saman við, hnoðið saman þar til deigið er orðið brúnt. Takið smávegis af hvoru deigi og hnoðið lítillega saman. Gerið kúlur, bakið við 180° í 11 mín.


Kókoskúlur

100 gr smjörlíki
1 bolli sykur
3 bollar haframjöl
4 msk kakó
1 tsk vanilludropar
kaffi

Öllu blandað saman og velt upp úr kókosmjöli.


Pizzusnúðar

7 dl hveiti
I msk. þurrger
½  tsk. salt
3 dl heitt vatn
½ dl matarolía

Þurrefni eru sett í skál og síðan vatnið, olían er sett síðust. Þetta er hnoðað og látið hefast í nokkrar mínútur. Deiginu er skipt í tvo hluta og annar hlutinn er flattur út í einu, þá er sett pizzusósa á degið og rifnum osti stráð yfir. Deiginu er rúllað upp og skorið í sneiðar, sneiðarnar eru settar á bökunarplötu og penslaðar með eggi. Bakað við 180c°c í 10-15 mín.


Rjómatertubotn í skúffu

5-6 egg
1 glas af sykri
1 glas af hveiti
2 msk kartöflumjöl
2 tsk lyftiduft

Þeyta saman egg og sykur þangað til það er ljóst og létt þá er hinum þurrrefnunum blandað rólega saman við. Sett í skúffu og bakað við 170-180°c.


Perutertukrem

4 stk eggjarauður
4 msk flórsykur
100 gr suðusúkkulaði
½  líter rjómi

Eggjarauður og flórsykur þeytt saman, súkkulaði brætt og sett saman við, rjóminn þeyttur og súkkulaðiblandan sett saman við.


Amerískar súkkulaðibitakökur

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Amerískar súkkulaðibitakökur

1 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3/4 bolli púðusykur
1 teskeið vanilludropar
2 egg
2 1/4 bollar hveiti
1 teskeið matarsódi
1/2 teskeið salt 
2 bollar súkkulaðidropar

Hitið ofninn í 190°C. Þeytið smjör, sykur og vanillu þar til það er ljóst og slétt. Hrærið eggjum útí. Þeytið vel.Blandið saman hveiti, matasóda og salti og súkkulaði. Hrærið varlega út í smjörblönduna.   

 


Heimilisfræði október 2012


Kús-kús kjúklingur

1  1/2 dl vatn
1 msk matarolía
1/2 grænmetisteningur
75 g kúskús

 1. Komið upp suðunni á vatninu og setjið olíu og tening út í. 
 2. Slökkvið undir pottinum.
 3. Setjið kúskúsið út í vatnið og látið bíða í minnst fimm  mínútur. Hafið lok á pottinum.
1/2 skinnlaus og beinlaus kjúklingabringa skorin í litla bita
Nokkrir sveppir, skornir í sneiðar
1/4 laukur, saxaður smátt
1 hvítlauksgeiri pressaður eða saxaður
Örlítið af nýmöluðum pipar
1 1/2 msk matarolía
Örlítið salt eða kjúklingakraftur
1/2 dl vatn
1/2 paprika, rauð er fallegust
2–3 msk maískorn

 

Aðferð

 1. Kjúklingabringan þerruð og skorin smátt.
 2. Laukur, paprikka, sveppir og hvítlaukur hreinsað og saxað niður.
 3. Olían hituð á pönnu og kjúklingabitar, laukur, sveppir og hvítlaukur steikt í 3–4 mínútur. 
 4. Hitinn lækkaður.
 5. Þá er 1/2 dl af vatni hellt á pönnuna, lok sett yfir og látið krauma í nokkrar mínútur.
 6. Kúskúsgrjónunum og maískornunum er nú blandað saman við kjúklinginn á pönnunni. 
 7. Látið krauma í 1–2 mínútur. Bragðbætt ef þarf.Súkkulaðikaka

100 gr bráðið smjör/olía
2 ½ dl sykur
2 egg
1 ½ dl hveiti
4 msk kakó
2 tsk vanillusykur
½ tsk lyftiduft
1/4 tsk salt

Allt sett saman í skál og hrært lauslega.

Bakað í 25 mín við 175°C.


 


Heimilisfræði september 2012


Lummur

1 dl heilhveiti
1 dl haframjöl
1/2 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
2 tsk púðursykur
1 dl + 1 msk mjólk
1 egg
1/2 dl rúsínur (má sleppa)

 

Banana-súkkulaðiís

3 meðal stórir bananar
4 döðlur – lagðar í bleyti í um 20 mín.
safi úr hálfri appelsínu
2 msk kakó
1 tsk hunang
1/2 tsk vanilla
1/3 tsk salt
Afhýðið bananana, skerið í bita og frystið.
Leggið döðlurnar í bleyti í ca. 20 mín.
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

 

 


Heimilisfræði MIS 26.-30. mars 2012


Páskakúlugott

1/4 bolli olía
200 g flórsykur
1 bolli gróft hnetusmjör
1 1/2 bolli Rice Crispies
Súkkulaði

Olían og hnetusmjörið hitað við vægan hita. Blandið flórsykrinum og Rice Crispies út í, búið til litlar kúlur. Bræðið súkkulaðið og húðið kúlurnar. Gott er að nota tvo gaffla. Kælið kúlurnar í ísskáp eða frysti.