Almennt um leyfi og veikindi

Mikilvægt er að foreldrar tilkynni veikindi barna sinna eins fljótt og auðið er.

Ritari svarar símtölum frá kl. 7.45 og tekur við og yfirfer skráningar í mentor vegna tilkynninga vegna veikinda þar. Hringt er heim ef nemendur eru ekki mættir milli kl. 8.20 og 8.30. Mikilvægt er að láta vita daglega ef um veikindi er að ræða. 

Athugið að alltaf þarf að sækja um leyfi þegar nemendur þurfa frí frá skóla. Það er gert símleiðis eða með tölvupósti ef leyfið er til eins eða tveggja daga. Leyfisbeiðnir til lengri tíma þarf að sækja sérstaklega um með rafrænni umsókn eða með útprentuðu leyfisblaði.