Skólabyrjun

Skólinn fer vel af stað hjá okkur skólaárið 2023-2024. Nemendur komu flestir kátir og spenntir fyrir nýju skólaári eftir gott sumarfrí. Það eru nokkur atriði sem við viljum minna á svona í upphafi skólaárs. Ef börn eru ekki með umferðarreglurnar á hreinu, þá er gott að fara yfir þær og muna eftir endurskinsmerkjum þegar að því kemur. Gott er að æfa börnin í því að reima, renna og hneppa sjálft, svo það geti klætt sig í og úr án aðstoðar. Það veitir barninu sjálfsöryggi. Síðast en alls ekki síst þarf reglulega að minna á kurteisi, vinsemd og virðingu gagnvart náunganum. Við höldum í hefðirnar hérna í GF og í vetur verðum við áfram með Just Dance- nú annan hvern föstudag í mánuði. Hlökkum til vetrarins með nemendum í GF.