Vi­br÷g­ vi­ slysum

Sß starfsma­ur skˇla sem kemur fyrstur ß vettvang tekur a­ sÚr stjˇrn. Stjˇrn felst Ý ■vÝ a­ sjß til ■ess a­: ■eim slasa­a sÚ sinnt. kalla­ sÚ ß hjßlp

Vi­br÷g­ vi­ slysum

Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn. Stjórn felst í því að sjá til þess að:

 • þeim slasaða sé sinnt.
 • kallað sé á hjálp svo sem eftir fleira starfsfólki og/eða hringt í 112.
 • nærstaddir séu róaðir og/eða leiddir burtu.
 • skrifstofa og stjórnendur skólans séu látnir vita.

Foreldrar nemenda eru látnir vita af slysi svo fljótt sem mögulegt er.  Ef flytja þarf barn til læknis skal það gert í samráði við foreldra ef við á.

Sjúkragögn til að tryggja fyrstu hjálp eru:

 • Hjá ritara er sjúkrakassi, verkjatöflur, spelka, teppi, kælipoki í ísskáp á móti aðstöðu ritara.
 • Í skólaseli, plástur og brunasmyrsl.
 • Í smíðastofu, plástur og brunasmyrsl.
 • Í heimilisfræðistofu, plástur og brunasmyrsl.
 • Í íþróttamannvirkjum (samkvæmt starfsreglum).

Starfsfólk sækir skyndihjálparnámskeið reglulega.

Skráning:

 • Skrá skal öll slys og óhöpp á þar til gert eyðublað hjá öryggistrúnarðarmanni (húsverði).
 • Skrifa þarf skýrslu um öll slys og óhöpp nemenda í mentor.
 • Tilkynna þarf slys til tryggingafélags þegar við á.
 • Slys starfsmanna þarf einnig að tilkynna til Vinnueftirlits og Tryggingastofnunar.

Starfsmenn og nemendur eru tryggðir hjá Sjóvá.  Nemendur eru slysatryggðir á leið til og frá skóla, á skólatíma og í ferðum á vegum skólans, samkvæmt skilmálum slysatryggingar.  Vakin er athygli á sjálfsábyrgð foreldra.