Nßmsa­sto­ - sÚrkennsla

SÚrkennsla er kennsla nemenda sem ■urfa stu­ning e­a sÚrst÷k ˙rrŠ­i um lengri e­a skemmri tÝma.á Verkefnisstjˇri sÚrkennslu hefur umsjˇn me­ allri

Nßmsa­sto­ - sÚrkennsla

Sérkennsla er kennsla nemenda sem þurfa stuðning eða sérstök úrræði um lengri eða skemmri tíma.  Verkefnisstjóri sérkennslu hefur umsjón með allri sérkennslu og skipuleggur hana í samráði við kennara, skólastjóra og kennsluráðgjafa hjá Skólaskrifstofu Austurlands.  Tilgangur sérkennslunnar er að mæta þörfum einstaklinga þannig að markmið grunnskólalaganna og stefna skólans nái fram að ganga.

Sérkennslunni er sinnt á ýmsan hátt ýmist í námshópum eða með einstökum nemendum og kennslustofum bekkja, námsveri eða hópvinnuherbergjum.

Sérkennslan er skipulögð á grundvelli greininga, hópprófa og námsmats.  Verkefnisstjóri sérkennslu aðstoðar umsjónarkennara við gerð einstaklingsnámskrár þar sem athuganir og prófanir sem gerðar hafa verið í skólanum og/eða af sérfræðingum eru lagðar til grundvallar. Einstaklingsnámskrá skal innihalda greiningu, markmið, framkvæmd og áætlun um mat og skráningu.

Stuðningsfulltrúar aðstoða þá nemendur sem þurfa sérstaklega á því að halda í námi.  Teymi sérkennara, stuðningsfulltrúa, umsjónarkennara, sérfræðinga og foreldra halda utan um vinnuna með viðkomandi nemenda.

Þær skimanir sem allir grunnskólanemendur taka þátt í eru Læsi, sem eru lagt er fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Þar er könnuð hljóðkerfisvitund nemenda, hugtakaskilningur og lestrarkunnátta og skimað eftir hugsanlegum lestarörðugleikum. Talnalykill er lagður fyrir 6. bekk, en þar er hugað að stærðfræðiskilningi. Greinandi ritmálspróf, nefnt GRP14h, er svo lagt fyrir nemendur 9. bekkjar. Samræmd könnunarpróf í 4. og 7.  og 10. bekk eru einnig notuð til skimunar.