Sto­■jˇnusta

═ ■essum kafla er ger­ grein fyrir sto­■jˇnustu sem nemendur, foreldrar og starfsmenn geta nřtt sÚr eftir ■÷rfum og a­stŠ­um hverju sinni.á SÚrkennari og

Sto­■jˇnusta

Í þessum kafla er gerð grein fyrir stoðþjónustu sem nemendur, foreldrar og starfsmenn geta nýtt sér eftir þörfum og aðstæðum hverju sinni.  Sérkennari og skólastjóri eru tengiliðir við stoðþjónustu nema ef annað sé tekið fram.

Hér er gerð grein fyrir námsaðstoð eða sérkennslu, náms- og starfsráðgjöf og skólaheilsugæslu á sérstökum síðum.

Þá er tengill á vef Skólaskrifstofu Austurlands,  sem sinnir sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og stuðning við starfsemi skóla.

I. Skólaskrifstofan sinnir sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla með áherslu á snemmtækt mat á stöðu nemenda og ráðgjöf vegna námsvanda, félagslegs og sálræns vanda og að nemendur fái kennslu og stuðning við hæfi í skólum án aðgreiningar.
Þessi þjónusta verði veitt sem:
- Almenn og greinabundin kennsluráðgjöf og sálfræðiþjónusta við grunnskóla.

II. Stuðningur við starfsemi skóla

  • Rekstur og umsjón kennslugagnamiðstöðvar.
  • Símenntun grunnskólakennara, nýbreytni og þróunarstörf.
  • Skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla, sveitarstjórna og samtaka þeirra og annarra opinberra aðila.
  • Ráðgjöf í deilumálum eftir því sem við á og vísað er til skrifstofunnar.
  • Ráðgjöf vegna eftirlits með framkvæmd leik- og grunnskólalaga.

Þá er tengill á Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar.   Fjölskyldusvið fer með málefni grunnskóla, leikskóla og  tónlistarskóla, æskulýðs- og íþróttamál og frístundamál barna og ungmenna.  Félagsmálastjóri og fræðslustjóri  skipta með sér verkum á sviðinu. Starfsfólk skólans, foreldrar og nemendur geta leitað til sviðsins eftir þörfum.  Þá koma starfsmenn félagsþjónustu að teymisvinnu og stuðningi við einstaka nemendur ef eftir því er leitað og að starfi nemendaverndarráðs.