Vi­bur­ir og fer­ir

Skˇladagatal. Helstu vi­bur­ir ß skˇladagatali og Ý fÚlagslÝfi: Skˇli hefst me­ skˇlasetningu ß sal skˇlans. Foreldra- og nemendadagar eru tveir yfir

Vi­bur­ir og fer­ir

Skóladagatal.

Helstu viðburðir á skóladagatali og í félagslífi:

Skóli hefst með skólasetningu á sal skólans.

Foreldra- og nemendadagar eru tveir yfir veturinn, sá fyrri í byrjun október og sá seinni að lokinni í haustönn í lok janúar. Þessa daga hittasta nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar og ræða skólastarfið og markmið nemandans.

Árshátíð sem allir nemendur taka þátt er haldinn í nóvember (stundum hefur hún verið haldin í mars eða apríl).

Jólakvöld er ómissandi hefð í byrjun aðventu, þar spila nemendur og boðið er upp á jólakökur sem nemendur hafa bakað.

Litlujól eru haldin að morgni síðasta skóladags fyrir jólafrí.

Þorrablót er haldið á miðþorra.  Þorrablót nemenda á Yngsta stigi og Miðstigi er haldið á skólatíma en eldri nemendur halda þorrablót að kvöldi.

Þemadagar eru að jafnaði 3-5 dagar á haustönn.  Þemadaga er unnið með fjölbreytt viðfangsefni og námshópar eru stokkaðir upp.

Vordagar eru að jafnaði 3-5 dagar að vori.  Þá er unnið með fjölbreytt viðfangsefni með áherslu á útivist.