Skipulag dagsins utan kennslustunda

7:40–8:00 Nemendur mŠta Ý skˇlann, ganga frß ˙tif÷tum, skila nesti Ý Ýsskßp og hengja hljˇ­fŠri ß snaga vi­ tˇnlistarskˇla. Fara Ý sÝnar stofur,

Skipulag dagsins utan kennslustunda

7:40–8:00
Nemendur mæta í skólann, ganga frá útifötum, skila nesti í ísskáp og hengja hljóðfæri á snaga við tónlistarskóla. Fara í sínar stofur, tilbúnir að hefja vinnu.
 
9:30–9:45
Yngsta stig er úti.
Miðstig í nesti í salnum, þangað til hringir út, þau mega spila ogtefla í salnum.
 
9:40–10:00
Nemendur á Unglingastigi borða í salnum,þau mega síðan fara út eða vera inni í borðtennis og á göngum nýju byggingarinnar að spila og spjalla.
 
9:45–10:00
Yngsta stig í nesti í salnum. Miðstig er úti.
 
11:20–11:40 
Yngsta stig og Miðstig í mat og fara út þegar þau eru búin að borða. Frá 1. okt. þarf Miðstig ekki út fyrr en bjallan hringir og má þá fara í fótboltaspil. Nemendur á Unglingastigi mega fara út eða vera inni í borðtennis og á göngum nýju byggingarinnar.
 
11:40–12:00
Unglingastig í mat, mikilvægt að mæta tímanlega. Yngsta stig og Miðstig úti.
 
13:20–13:30
Frímínútur, nemendur sem eru búnir í skólanum yfirgefa skólannog skólaselsnemendur fara upp í skólasel, aðrir nemendur velja hvort þeir eru úti eða inni í nýju byggingunni.
 
Ýmislegt:
  • Nemendur yfirgefa skólann, að skóladegi loknum.
  • Það er eingöngu borðað í salnum.
  • Utan kennslustunda eru nemendur eingöngu á göngum nýja hluta skólans.
  • Eyjan lokar kl. 14:50 alla daga.
  • Nemendur taka töskur og fatnað með sér heim daglega, ef í undantekningar tilfellum þarf að skilja eitthvað eftir í skólanum er það geymt á snaga viðkomandi nemanda.
  • Óskilamunum komið á borð í anddyri eða til ritara.