Heimanßm

Stefna skˇlans er a­ nßm nemenda fari a­ mestu leyti fram Ý skˇlanum en samt sem ß­ur er ■a­ sta­reynd a­ mj÷g mikilvŠgt er a­ forrß­amenn fylgist vel me­

Heimanßm

Stefna skólans er að nám nemenda fari að mestu leyti fram í skólanum en samt sem áður er það staðreynd að mjög mikilvægt er að forráðamenn fylgist vel með námi og spjalli við börnin um framvindu þess.

Yngsta stig
Áhersla er lögð á að nemendur lesi upphátt heima 4-5 sinnum í viku eftir að lestrarkennsla hefst.  Auk þess eru lögð fyrir ýmis sérstök heimaverkefni yfir veturinn, s.s. verkefni í ritun og stærðfræði.

Miðstig
Áhersla er lögð á að nemendur lesi upphátt heima 4-5 sinnum í viku.  Nemendur gera sér vinnuáætlun (áform) í samráði við kennara. Ætlast er til að nemendur ljúki þessum áætlunum á tilsettum tíma í skólanum. Í einhverjum tilfellum þarf þó að ljúka þessum áætlunum heima.

Unglingastig
Á unglingastigi er unnið eftir vinnuáætlunum sem miða að því að tilteknum verkefnum sé lokið á ákveðnum tíma.  Nemendur þurfa að lesa textabækur heima til að ná fullum tökum á námsefninu og ígrunda það efni sem unnið hefur verið með í skólanum.  Í einhverjum tilfellum geta nemendur þurft að leggja lokahönd á verkefni heima og alltaf er gott að undirbúa sig fyrir kannanir og próf heima.  Sé tíminn í skólanum hins vegar vel nýttur á þessi vinna ekki að taka langan tíma.