Skˇlareglur

═ hverjum grunnskˇla skal setja skˇlareglur sem skylt er a­ fara eftir.á ═ skˇlareglum skal m.a. kve­i­ ß um almenna umgengni, samskipti, hßttsemi,

Skˇlareglur

Í hverjum grunnskóla skal setja skólareglur sem skylt er að fara eftir.  Í skólareglum skal m.a. kveðið á um almenna umgengni, samskipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur, ábyrgð, réttindi og skyldur. Í reglunum skal koma fram hvernig skólinn hyggst bregðast við brotum á þeim.  Skólareglur GF byggja á námskrá, lögum og reglugerðum og uppbyggingarstefnunni sem lögð er til grundvallar við mótun skólabrags GF.

Almennar reglur.  Við eigum að:

 • sýna virðingu, tillitssemi og kurteisi,
 • fara að fyrirmælum alls starfsfólks,
 • vera stundvís og hafa nauðsynleg gögn meðferðis,
 • skapa og virða vinnufrið,
 • fara vel með og bera virðingu fyrir eigum okkar og annarra.

Öryggisreglur.  Við eigum aldrei að:

 • koma með eða beita hlutum sem geta skaðað aðra,
 • beita ofbeldi (andlegu eða líkamlegu),
 • neyta ávana- eða fíkniefna,
 • hreyfa við öryggisbúnaði skólamiðstöðvar (bjöllur, gluggar, neyðarútgangar og fleira).

Umgengnisreglur:

 • Við höfum í heiðri heilbrigðar og hollar lífsvenjur og komum með hollt nesti í skólann. Við neytum hvorki sælgætis né gosdrykkja í skólanum nema við sérstök tækifæri.
 • Við förum úr útiskóm og setjum í hillur og hengjum upp yfirhafnir.
 • Við nýtum frímínútur til útiveru og klæðumst eftir veðri. Útivera í frímínútum er frjálst val fyrir 7.-10. bekk.
 • Við förum í snjókast á afmörkuðu svæði á körfuboltavellinum. Við köstum aldrei í áttina að skólanum eða í þá sem ekki eru þátttakendur í leiknum.
 • Við yfirgefum ekki skólalóð á skólatíma án leyfis.
 • Við tökum ekki peninga og önnur verðmæti með í skólann að þarflausu, skólinn tekur ekki ábyrgð á verðmætum sem nemendur koma með.
 • Við notum aldrei farsíma eða rafeindatæki í skólanum nema með sérstöku leyfi starfsmanna. Tækin eru höfð á þögulli stillingu.  Við notum þessi tæki ekki í matsalnum á matmálstímum eða úti á skólalóð.  Nemendur á unglingastigi geta gert samninga um notkun á rafeindatækjum í skólanum.  Mælst er til þess að nemendur í 1.-6. bekk séu ekki með þessi tæki nema brýna nauðsyn beri til og aðeins að höfðu samráði forráðamanna og umsjónarkennara.
 • Við notum ekki reiðhjól, hjólabretti, hlaupahjól, línu- eða hjólaskauta á skólalóðinni á skólatíma.  Með leyfi forráðamanna er nemendum heimilt að koma á hjóli í skólann þegar færð leyfir (athuga þó að börnum undir 7 ára er óheimilt að hjóla á götum án fylgdar).  Skylt er samkvæmt lögum að nota reiðhjólahjálm.
 • Við erum fulltrúar okkar byggðarlags í nemendaferðum og fylgjum skólareglunum.

 

Viðurlög

Viðurlögum er beitt eftir aðstæðum, eðli og alvarleika brots eða tíðni vægari brota.  Ávallt skal hafa í huga að allir geta gert mistök og mistök eru til að læra af þeim.  Í slíkum tilfellum er rætt við nemanda og honum gefið tækifæri til að bæta sig (með uppbyggingarsamtali við starfsmann).

Við úrvinnslu brota á öryggisreglum og þegar uppbygging skilar ekki árangri er gripið til viðurlaga í samráði við forráðamenn.

Alltaf skal gefa nemendum tækifæri til að jafna sig á orðnum hlut áður en úrvinnsla mála hefst, nemandi getur þurft að fara heim til að jafna sig.

Viðurlög geta verið:

 • Áminning gefin og skráð.
 • Nemandi tekur hlé frá þátttöku í ákveðnum verkefnum eða leikjum.
 • Unnið í einveru eða hjá skólastjóra.
 • Úrræði í samráði við forráðamenn.
 • Skrifleg skilyrði sett af skóla og forráðamönnum.
 • Nemandi fær fylgdarmann (starfsmann eða forráðamann) í frímínútum eða kennslustund.
 • Nemendur sem ekki fylgja reglum í nemendaferðum getur þurft að senda heim á kostnað forráðamanna.
 • Tjón á eignum skólans eða annarra getur þurft að bæta, með greiðslum og vinnu.
 • Rafeindatæki sem nemandi notar ítrekað í heimildaleysi verður sett í geymslu hjá skólastjórnendum og verður aðeins afhent í samráði við forráðamenn.
 • Hjól nemanda, sem hjólar á skólalóðinni á skólatíma eða hjólar án þess að nota hjálm, er sett í geymslu og verður aðeins afhent í samráði við forráðamenn.
 • Í ákveðnum tilfellum getur þurft að leita eftir aðstoð skólayfirvalda eða barnaverndar.

Viðurlögum er beitt í samráði við forráðamenn og nemanda, þá er jafnframt unnin uppbyggingaráætlun.

 

Skólareglurnar voru unnar á haustönn 2012 með samráði foreldra, nemenda og starfsmanna.