Reglur um ßstundun

┴stundun nemenda er skrß­ Ý upplřsingakerfi­ Mentor. Ef ßstundun nemanda Ý 1. – 6. bekk er ekki vi­unandi er nemanda og forrß­am÷nnum gert vi­vart

Reglur um ßstundun

Ástundun nemenda er skráð í upplýsingakerfið Mentor.

Ef ástundun nemanda í 1. – 6. bekk er ekki viðunandi er nemanda og forráðamönnum gert viðvart og þeir boðaðir á fund með umsjónarkennara þar sem farið er yfir stöðuna.  Beri það ekki tilætlaðan árangur er málinu vísað til skólayfirvalda.

Hver nemandi í 7.-10. bekk byrjar með 10 í einkunn fyrir skólasókn í upphafi annar.  Ástundun er skráð og einungis fjarvistir og seint lækka skólasóknareinkunn.  Skólasóknareinkunn færist á vitnisburðarblað í lok annar.

Til að fylgjast með ástundun og hegðun nemenda skrá kennarar eftirfarandi atriði í Mentor.

  • Veikindi
  • Leyfi
  • Fjarvist                                                           -3
  • Seint                                                              -1
  • Vinnur ekki í samræmi við áætlun
  • Vantar námsgögn
  • Vinnur ekki í tíma
  • Truflar kennslu
  • Vísað úr kennslustund

Um tvær síðasttöldu færslurnar skrifa kennarar einnig í dagbók.

Tölvupóst um ástundun skal senda heim mánaðarlega og umsjónarkennarar fylgjast með ástundun.

Fari skólasókn niður í 9 ræðir umsjónarkennari við nemanda og honum er gefinn kostur á því að taka sig á.  Lækki einkunnin áfram verða nemandi og forráðamenn kallaðir í viðtal og leiða til úrbóta leitað.

Nemandi getur sótt um hækkun á skólasóknareinkunn.  Hún hækkar þá um 0,5 við hverja viku sem skólasókn er óaðfinnanleg frá umsókn um hækkun.  Aðeins er hægt að sækja um hækkun einu sinni á önn.  Nemandi sem samið hefur um hækkun á skólasóknareinkunn en ekki staðist kröfur að fullu getur í samráði við umsjónarkennara og skólastjóra samið um úrbætur.


Einkunn fyrir skólasókn

                                 Kvarði       Skólasóknareinkunn  
   0 - 2   10  
   3 - 5   9,5  
   6 - 8   9,0 Samtal við umsjónarkennara
   9 - 11   8,5  
   12 -14   8,0  
   15 - 17   7,5  
   18 - 20   7,0  
   21 - 23    6,5  
  24 - 26   6,0  
  27 - 29   5,5  
  30 - 32   5,0  
   33 - 35   4,5  
   36 - 38   4,0  Vísað til barnaverndar
   39 - 41   3,5  
   42 - 44   3,0  
   45 - 47   2,5  
   48 - 50   2,0  
   51 - 53   1,5  
           54 eða fleiri   1,0