Starfsemi

Grunnskˇli Fßskr˙­sfjar­ar Ý Fjar­abygg­, er skˇli fyrir nemendur Ý 1.-10. bekk. Nemendur koma einkum ˙r dreifbřli og ■Úttbřli vi­ Fßskr˙­sfj÷r­.á SÝ­asta

Stafsemi skˇlans

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar í Fjarðabyggð, er skóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Nemendur koma einkum úr dreifbýli og þéttbýli við Fáskrúðsfjörð.  Síðasta áratug hefur nemendafjöldi verið á bilinu 75-110 og eru núna 75.  Starfsmenn eru tæplega 20.

Skólinn er hluti af Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði þar starfa leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli og almenningsbókasafn undir sama þaki og þar er einnig aðstaða til að stunda fjarnám.

Skólamiðstöðin stendur á ákjósanlegum stað, í hlíðinni efst í Búðaþorpi, með skógræktarsvæði og lítið snortna náttúru með villtum gróðri í næsta nágrenni.  Jafnframt er stutt ganga að sjó og ferskvatni.  Við skólamiðstöðina eru leiksvæði fyrir leikskóla og grunnskóla.

Mikið þróunarstarf hefur verið unnið í GF síðustu ár.  Frá haustinu 2003 hefur verið unnið að þróun einstaklingsmiðaðs náms og námsmats.  Nú er 1.-3. bekk kennt saman á Yngsta stigi og 4.-6. bekk á Miðstigi.  Á unglingastigi eru 7. og 8. bekkur mikið saman í kennslustundum og hins vegar 9. og 10. bekkur.  Þessi tilhögun í starfinu kallar á mikið samstarf starfsfólks ekki síður en nemenda.

Fyrirkomulag námsins leiðir af sér að meira er um einstaklingskennslu og kennslu í minni hópum en stóra hópa, þó vissulega séu það fyrirkomulag líka notað.  Vegna þess að námið er einstaklingsmiðað geta nemendur  í mörgum tilfellum haldið áfram með námsefni á misjöfnum hraða.  Áhersla er lög að hvetja hvern nemanda áfram til að gera eins vel og hann getur.