Upplřsingami­lun

Upplřsingami­lun milli heimilis- og skˇla fer fram ß fj÷lbreyttan hßtt. Tilkynningar er var­a skˇlastarfi­ eru a­ jafna­i sendar ˙t me­ t÷lvupˇsti Ý

Upplřsingami­lun

Upplýsingamiðlun milli heimilis- og skóla fer fram á fjölbreyttan hátt.

Tilkynningar er varða skólastarfið eru að jafnaði sendar út með tölvupósti í gegnum upplýsingakerfið Mentor
- foreldrar geta óskað eftir að fá tilkynningar útprentaðar í skólatöskum nemenda.

Í Mentor eru námsáætlanir í öllum greinum birtar, undir heimavinnuáætlun er hægt að skoða vinnuáætlanir nemenda frá degi til dags, fylgjast með ástundun og námsmati.  Námsmat er annars vegar hægt að skoða undir einkunnir og hins vegar í verkefnabók. 

Áætlanir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og fréttir eru birtar á vef skólans www.fask.is.

Fréttabréf er gefið út 1-2 ári og dreift í öll hús á Fáskrúðsfirði.

Foreldrar geta haft samband við einstaka starfsmenn með tölvupósti eða í gegnum síma.  Starfsmenn eru alltaf til viðtals séu þeir ekki bundnir í starfi með nemendum. Hægt er að koma skilaboðum til starfsmanna gegnum skrifstofu skólans. 

Mikilvægt er að foreldrar láti vita af breytingum á tölvupóstfangi eða símanúmerum til skrifstofu skólans.

Öllum fyrirspurnum varðandi innheimtu á fæði eða gjalda vegna skólasels skal beint til ritara.

Ritari skólans er við 8:00-12:00.