Umfer­ og hjˇlrei­ar

Ăskilegt er a­ sem flestir starfsmenn og nemendur gangi e­a hjˇli til og frß skˇla. Íkulei­in ne­an vi­ skˇlmi­st÷­ina er vistgata og ■ar gilda

Umfer­ og hjˇlrei­ar vi­ GF

Æskilegt er að sem flestir starfsmenn og nemendur gangi eða hjóli til og frá skóla.

Ökuleiðin neðan við skólmiðstöðina er vistgata og þar gilda eftirfarandi reglur:

  • hámarkshraði er 15 km
  • heimilt er að leika sér á götunni og aðeins má leggja í merkt bílastæði. 
  • einstefna er um svæðið frá austri til vesturs.
  • áhersla er lögð á að enginn aki þessa leið að óþörfu

Þá er þeim tilmælum beint til þeirra sem aka farþegum í skólamiðstöðina að nota sleppistæðið við Hlíðargötuna.  Það er mikilvægt að þeir sem koma gangandi noti gangstéttar eða göngustíga á leiðinni til og frá skóla.

Þeir sem hjóla í skólann þurfa að hafa öryggisbúnað í lagi, vera með hjálm, fara örugga leið og fylgja umferðarreglunum. Nemendur sem hafa leyfi foreldra til að hjóla í skólann, hafa leyfi til að fara á hjóli í íþróttir. 

Í skólareglum segir: "Við notum ekki reiðhjól, hjólabretti, hlaupahjól, línu- eða hjólaskauta á skólalóðinni á skólatíma.  Með leyfi forráðamanna er nemendum heimilt að koma á hjóli í skólann þegar færð leyfir (athuga þó að börnum undir 7 ára er óheimilt að hjóla á götum án fylgdar).  Skylt er samkvæmt lögum að nota reiðhjólahjálm."