Nßmsmat

═ skˇlanum er tveggja anna kerfi, sem ■ř­ir a­ formleg prˇf og afhending skriflegs nßmsmats fer fram tvisvar ß ßri.á Nßmsmatsdagar eru skilgreindir Ý

Nßmsmat

Í skólanum er tveggja anna kerfi, sem þýðir að formleg próf og afhending skriflegs námsmats fer fram tvisvar á ári.  Námsmatsdagar eru skilgreindir í skóladagatali.

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er lögð áhersla á fjölbreytt námsmat, sem fram fer jafnt og þétt yfir allt skólaárið.  Lögð er áhersla á að námsmatið sé leiðbeinandi fyrir nemendur frá degi til dags, jafnframt því að gefa foreldrum upplýsingar um stöðu og framfarir nemenda í námi.

Í foreldraviðtali að hausti, er farið yfir áherslur í námi hvers og eins nemanda.  Nemendur fá afhent vitnisburðarblöð tvisvar á ári, í janúar og við skólaslit.  Í janúar er foreldraviðtal þar sem farið er yfir námsmat og nemendur endurskoða námsmarkmið, í samráði við foreldra og kennara.

Yngsta stig
Vinna nemenda er metin jafnt og þétt yfir veturinn.  Nemendur taka hraðlestrarpróf á hvorri önn.  Á vitnisburðarblaði fá nemendur umsögn um allar greinar og upplýsingar um lesin atkvæði á mínútu og viðmið við árgang.  Marklistar eru notaðir til að fylgjast með því hvar nemendur eru staddir í námi.  Völdum verkefnum er safnað í sýnismöppu.  Skimunarpróf í lestri og stærðfræði eru notuð til leiðsagnar við kennslu.

Miðstig
Vinna nemenda er metin jafnt og þétt yfir veturinn.  Nemendur í 4. bekk taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði og er niðurstaðan úr þeim nýtt til að leiðbeina nemendum við áframhaldandi nám.  Á vitnisburðarblaði miðstigs eru gefnar umsagnir fyrir flestar greinar en í íslensku, stærðfræði og samfélagsfræði er gefin einkunn í tölum ásamt umsögn.  Völdum verkefnum er safnað í sýnismöppu. 

Unglingastig
Vitnisburðarblaði er skipt í þrennt.  Fremst er stöðueinkunn sem er ætlað að sýna stöðu nemanda miðað við markmið námskrár.  Í verklegum greinum eru einungis gefnar starfseinkunnir bæði tala og umsögn.  Vinna nemenda er metin undir heitinu starfseinkunn, þar koma tvær einkunnir, frá kennara og sjálfsmat nemanda.

Dæmi:

 

Stöðueinkunn

Starfseinkunn nemanda

Starfseinkunn kennara

 

Íslenska

10

9

9

Vinnur vel og nær markmiðum í náminu.

Stærðfræði

8

7

9

Vinnur vel og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

Myndmennt

 

8

8

Nýtir tímann vel, skilar öllu sem fyrir er lagt, frumkvæði mætti vera meira.

 

Við útskrift úr 10. bekk er einungis gefin skólaeinkunn og umsögn þar sem það á við.

Nemendur í 7. bekk taka samræmd próf í íslensku og stærðfræði og er niðurstaðan úr þeim nýtt til að leiðbeina nemendum við áframhaldandi nám.  Nemendur í 10. bekk taka samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði og er niðurstaðan úr þeim nýtt til að leiðbeina nemendum við áframhaldandi nám.   Völdum verkefnum er safnað í sýnismöppu.