Mˇttaka nřrra nemenda

Forrß­amenn skrß nemanda hjß ritara e­a skˇlastjˇra.á Skrßning fer fram ß ■ar til ger­u ey­ubla­i og samkvŠmt gßtlista. Mˇttakan fer fram samkvŠmt

Mˇttaka nřrra nemenda

Forráðamenn skrá nemanda hjá ritara eða skólastjóra.  Skráning fer fram á þar til gerðu eyðublaði og samkvæmt gátlista.

Móttakan fer fram samkvæmt áætluninni HANDBÓK - Móttaka nýrra nemenda í leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar“.

Umsjónarkennari fær að vita strax og nýr nemandi hefur verið skráður í skólann.

Nýjum nemanda og forráðamönnum hans er boðið í viðtal utan skólatíma áður en hann mætir í skólann í fyrsta sinn, þar hitta þeir skólastjóra og umsjónarkennara og fá kynningu á skólanum og starfsfólkinu (í samræmi við gátlista).  Ef á þarf að halda er fengin aðstoð túlks á fyrsta fund með nemandanum og forráðamönnum.  Æskilegt er að allar upplýsingar um fyrri skólagöngu viðkomandi berist til skólans um leið og skráning fer fram. 

Umsjónarkennari ber ábyrgð á aðlögun nemands í samráði við aðra starfsmenn skólans.

Verkefnisstjóri sérkennslu og umsjónarkennari bekkjarins gera sérstaka einstaklingsáætlun um aðlögun nemandans í samráði við skólastjóra,  ef á þarf að halda .