Forvarnir

Forvarnir af řmsu tagi flÚttast inn Ý allt skˇlastarfi­ og eru nřjar Ý lei­ir Ý ■eim efnum sÝfellt til sko­unar. Vinna gegn einelti (sjß sÚrstakan

Forvarnir

Forvarnir af ýmsu tagi fléttast inn í allt skólastarfið og eru nýjar í leiðir í þeim efnum sífellt til skoðunar.

Vinna gegn einelti (sjá sérstakan tengil)


Vímuvarnir

Markmið skólans er að vera vímuefnalaus skóli.

 • fræðsla til nemenda er í höndum skólaheilsugæslu og kennara sjá námsáætlanir í lífsleikni og náttúrufræði.
 • samstarf er við foreldrafélagið um fræðslufund/i fyrir foreldra
 • samstarf er við framhaldsskóla um miðlun upplýsinga um skemmtanir


Líkamsástand og heilsuvernd

Markmið heilbrigð sál í hraustum líkama.

 • skólinn er heilsueflandi skóli
 • fræðsla er í höndum skólaheilsugæslu og fléttast inn í fjölmargar námsgreinar
  (sjá kennsluáætlanir í íþróttum, lífsleikni, heimilisfræði og fleiri greinum)
 • mötuneyti starfar í samræmi við markmið Lýðheilsustöðvar

 

Slysavarnir og öryggismálum

Markmið að fyrirbyggja slys og að nemendur geti leitað eftir aðstoð til viðeigandi aðila.

 • samstarf við Björgunarsveitina Geisla um fræðslu um meðferð skotelda til allra nemenda
 • samstarf við Slökkvilið Fjarðabyggðar um fræðslu til 3. bekkjar
 • samstarf við Slökkvilið Fjarðabyggðar um rýmingaræfingar og ýmis fræðsla um brunavarnir og rýmingu
 • námskeið í fyrstu hjálp f. 7. bekk í samtarfi við Slysavarnardeildina Hafdísi
 • námskeið í skyndihjálp f. 10 bekk í samstarfi við Rauðakrossdeild Fáskrúðfjarðar.

 

Forvarnir í umferðarmálum

Markmið að nemendur séu öruggir í umferðinni og fylgi umferðarreglum.

 • sjá námsáætlanir í lífleikni og haldinn er árlegur hjóladagur í samstarfi við Slysavarnardeildina Hafdísi og lögregluna

 

Auk þessa er samstarf og samráð við aðila sem vinna með börnum og unglingum í tómstundum liður í forvörnum.