Heilsueflandi skˇli

2013 áHreyfing á 2012á MatarrŠ­i var fyrsta vi­fangsefni­ sem teki­ var innan GF MatarŠ­i Vel nŠr­ b÷rn eiga au­veldara me­ a­ einbeita sÚr og matarŠ­i

Heilsueflandi skˇli ßherslur

2013  Hreyfing

 

2012  Matarræði var fyrsta viðfangsefnið sem tekið var innan GF
Mataræði

Vel nærð börn eiga auðveldara með að einbeita sér og mataræði getur því haft áhrif á bæði lærdómsgetu og hegðun. Börn verja stórum hluta dagsins í skólanum því er mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Sú þróun hefur orðið í flestum grunnskólum að nemendum og starfsfólki er boðið upp á heitar skólamáltíðir. Nemendur borða oftast fleiri máltíðir en hádegismat í skólanum og er mikilvægt fyrir skólastjórnendur að hafa yfirsýn yfir næringu nemenda meðan á dvöl þeirra í skólanum stendur og móta um hana stefnu. Með því er hægt að tryggja velferð nemenda og stuðla að betra skólastarfi. Auðveldara er að móta hegðun en breyta og því er mikilvægt að byrja snemma að kenna börnum góðar neysluvenjur. Foreldrar og skólasamfélagið gegna þar lykilhlutverki og eru fyrirmyndir barnanna. Hluti af félagslegum þroska er að borða saman og er mikilvægt að fullorðnir borði með börnunum en þá gefst líka gott tækifæri til að kenna þeim góða borðsiði. Mikilvægt er að skapa góðar aðstæður og umgjörð fyrir máltíðirnar.

Umgengnisreglur í matsal og nægjanlegur tími til að matast stuðla að notalegum matartíma. Einnig er mikilvægt að börnin læri að þeim líður vel af því að borða hollan mat. Holl næring á skólatíma stuðlar að betri árangri nemenda í námi og leik og getur einnig verið mikilvægur liður í forvörnum gegn ofþyngd og offitu og stuðlað að góðri tannheilsu (Handbók um Heilsueflandi grunnskóla).