GrŠnfßni

Frß haustinu 2009 hefur veri­ unni­ markvisst a­ umhverfismßlum innan GF. ═ upphafi var verkefni­ fyrirfer­arlÝti­ og fyrst og fremst unni­ af fßmennum

GrŠnfßni

Frá haustinu 2009 hefur verið unnið markvisst að umhverfismálum innan GF.

Í upphafi var verkefnið fyrirferðarlítið og fyrst og fremst unnið af fámennum hópi en hefur smátt og smátt vaxið og orðið hluti af skólastarfinu með virkari aðkomu nemenda, starfsmanna og skólasamfélags og með samstarfi við Leikskólann Kærabæ.

Í febrúar 2011 varð skólinn Skóli á grænni grein.

Vorið 2012 skilaði stýrihópur greinargerð um stöðu umhverfismála í skólanum og í framhaldi af því heimsóttu fulltrúar Landverndar skólann og gerðu úttekt á stöðunni.

Þemadagar í október 2012 voru tileinkaðir umhverfinu okkar; umhverfismálum og endurvinnslu.

Þann 30. nóvember 2012 fékk skólinn Grænfánann formlega afhentan.  Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.  Skólinn flaggar fánanum í tvö ár.

Þegar fáninn blaktir við hún er haldið áfram og ný markmið sett til að skólinn fái Grænfánann endurnýjaðan eftir tvö ár.

Umhverfissáttmáli GF:

  • Við  leggjum áherslu á að allir læri að njóta umhverfisins og að bera virðingu fyrir því.
  • Við skiljum að við erum mikilvægur liður í náttúruvernd, við búum í sambýli við náttúruna og erum hluti af henni.
  • Við verðum að hugsa vel um náttúruna og ekki taka hlutunum sem sjálfgefnum.
  • Við endurvinnum lífrænan úrgang, flokkum og skilum, höldum vatns- og orkunotkun í lágmarki og hugum að nánasta umhverfi skólans.

Sáttmáli var síðast endurskoðaður á þemadögum í október 2012

Umhverfissáttmáli